Við erum annars vegar með "dónajól" sem er stútfullt af dónalegum jólahúmor og hins vegar meira hátíðlegt jólaprógram sem er "dannað og elegant."
Við gerum góða veislu betri með hágæða veislustjórnun. Þú ættir ekki að þurfa önnur skemmtiatriði í veislunni, við getum gert þetta allt:
söngur, uppistand, trúbastemning, leikir, popquiz, partý dans söngur til að rífa upp stemningu í lokinn ofl.
Létt undirspil á gítar og tvær raddir er láta það hljóma eins og það séu englar að syngja í brúðkaupinu þínu.
Við lengjum líf þitt með tónlistinni okkar með þeim ásetningi að vera riddarar gleðinnar. Heilinn þinn mun framleiða extra mikið af gleðihormóninum Serótónín
Við sjáum húmorinn í öllu. Við blöndum listilega vel húmor og gleði í tónlistina okkar og tökum lífinu ekki of alvarlega. Með tvíræðni og neðambeltishúmor setja tóninn í fallegu lögunum okkar.
Við viljum hafa gaman og við viljum að þið hafið gaman því þá er svo gaman!
Dónaskemmtunin okkar er frábær leið til að þjappa fólki saman, ísbrjótur í veisluna og gleðisprengja út í daginn.
Tvær með öllu
Hér má sjá girnilegan "matseðil"af því sem við höfum upp á að bjóða
Veislustjórnun
Við sjáum til þess að veislan verður ógleymanleg og gerum góða veislu betri með hágæða veislustjórnun.
Þú ættir ekki að þurfa önnur skemmtiatriði í veislunni, við getum gert þetta allt. Hittumst og ræðum málin og sníðum veisluna og atriðin að ykkar óskum.
Það sem við getum gert í veislunni er m.a.
söngur, semjum lag fyrir tilefnið, uppistand, trúbastemning, leikir, popquiz, partý diskó söngur til að rífa upp stemningu og koma öllum á dansgólfið.
Skemmtanir fyrir veisluna
15-30 mín
Skemmtilegasta jólaskemmtun Íslandssögunnar. Fáranlega fyndin jólalög þar sem neðanbeltis húmor ræður ríkjum.
Fáranlega fyndin tónlistarupplifun, frábær skemmtun í veisluna.
Fallegt frumsamið í bland dass af léttum húmor og gleði.
Fallegar og hugljúfar ábreiður
(ábreiður = cover lög, ekki alvöru ábreiða ef þú varst að hugsa það)
Tónleikar - 60 - 90 mín af gleði
Bergmáls tónleikar- Við syngjum allt okkar frábæra stöff þar sem húmorinn ræður ríkjum.
Þú finnur staðinn, þú bókar okkur og við mætum og tryllum líðinn með frábæru showi.
Gefðu lag í gjöf -
Við semjum lag fyrir tilefnið
Við semjum lag til þín eða þeirra sem þú vilt gefa lagið. Við sendum á ykkur ýmsar spurningar og/eða hittumst og ræðum saman til að kynnast betur þeim sem lagið á að fjalla um, þannig getum við gert lagið ennþá persónulegra/fyndnara og skemmtilegra!
Þetta er einstök gjöf fyrir t.d. Brúðkaup eða afmæli.
Lagið flytjum við LIVE ásamt fleiri lögum ef óskað er eftir því. Einnig getum við sent lagið rafrænt á video formi fyrir þá sem eiga heima t.d. úti á landi eða erlendis.
Umsögn glaða fólksins
"Bergmál spilaði í giftingunni minni og þær voru frábærar"
- Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir
"Bergmál er ótrúlega fyndin og skemmtileg hljómsveit. Svo syngja þær eins og englar! Mæli hiklaust með þeim."
- Soffía Braga
"Sá þessar frábæru stelpur á Kítón kvöldi á Dillon og alveg kolféll fyrir þeim. Voru fyndnar með eindæmum og komu öllum í gott skap"
- Eva Dögg Blumenstein
"Þvílíkir snillingar!"
- Edda Björk Jónsdóttir
"Those ladies are grandmasters of awesome. Seriously"
- Ólafur Stefánsson
"Great songs, great performance and oh so funny songs and introductions! You won't be able to stop laughing!"
- Unnur Sara Eldjárn
"Eitt skemmtilegasta líflegasta og smekklegasta band sem ég hef séð og heyrt!"
- Herdís Stephensen
"Bergmál tóku að sér veislustjórnun fyrir árshátíð hjá mér nýlega og það er óhætt að segja að þær tóku fram úr öllum væntingum.
Á fyrrum árshátíðum hefur oft reynst erfitt fyrir veislustjóra að halda athygli gesta en stelpurnar náðu því svo sannarlega. Einstaklega fyndin atriði, söngurinn frábær og viðmótið sem þær sýndu verkefninu var óaðfinnanlegt."
- Jón Guðmundsson
"Sjaldan hlegið eins mikið! Geggjaðir textar og enn betri söngur"
- Andri Geirsson
Vitiði það að ég hætti ekki að hlægja á tónleikum með þeim! Þvílíkur texti við lögin og ekki skemmir hvað þær syngja vel!
Þessar stúlkur eru leyndar perlur sem eiga eftir að ná langt!!"
- Dagný Guðbrandsdóttir
Once upon a time on a cold winter day
A woman approached us and asked us to play
She asked us to sing a little christmas jingle
Our voices came together and they started to mingle
One year later or maybe two
We started to write music where comedy came through
We open our hearts, our minds our souls
We want to break through, that is one of our gole
We hope you enjoy our comedy
To make people laugh is our policy
We make people smarter, that’s what we do
We educate you on things you thought you knew
Selma Hafsteinsdóttir
Elísa Hildur Þórðardóttir
Maker of words
Food lover
Selma has a way of brightening the room and, seemingly without intention, is able to entertain the crowd, on and off the stage. Her vivid imagination is only matched with her delightful voice!
Elísa is a natural talent with the reputation of a skilled guitar player. Her recognition has earned her the nickname "Bubba" - comparing her to the Icelandic legend "Bubbi" - the female version, only better!
Comedy bandið Bergmál var stofnað í janúar 2014 og inniheldur hljómsveitin aðeins tvær dömur þær Elísu Hildi Þórðardóttur og Selmu Hafsteinsdóttur og erum við báðar söngkonur og lagahöfundar hljómsveitarinnar.
Tónlistin okkar er frumsamin og sérstaða okkar er að blanda húmor saman við lagasmíðina með því markmiði að létta lund áhorfenda.
Okkar tónlist er melodísk, grípandi og skemmtileg og til þess að vera svakalega "hóværar" þá erum við þrusu flottar söngkonur. Hingað til höfum við vakið mikla athygli þar sem við höfum komið fram með einlægri sviðsframkomu, góðum bröndurum og fáranlega fyndni og flottri tónlist!
Við fórum í tónleikaferðalag til Ameríku í júlí 2016 og héldum nokkra tónleika í New York og Boston. Þar vorum við einnig fengnar til þess að hita upp fyrir Improv Boston og leikarar léku síðan leikrit eftir tónlistinni okkar.
Við spiluðum einnig á árshátíð í Heidelberg Þýskalandi 2016.
Næst á dagskrá að vera með tónleika í Kaupmannahöfn í nóvember.
Við höfum gefið út 8 lög, tvö þeirra eru jólalög og stefnum við að því að gefa út plötu.
Við erum eina comedy-bandið á landinu (sem við vitum um) sem flytur fyndna og fallega tónlist á ensku sem hentar öllum húmoristum!
Við sérsnýðum prógrammið að þeim viðburði sem við tökum okkur fyrir hendur, semjum texta sérstaklega fyrir tilefnið til að gera viðburðinn ennþá eftirminnilegri (t.d. í brúðkaupum, gæsunum, afmælum ofl.)
Gleði, húmor og einlægni í framkomu, fallegur söngur og góð lög! Hvað er betra en það?
Þú gætir hafa heyrt okkur í útvarpinu á Rás 2 eða X-inu, þar sem við höfum farið í mörg útvarpsviðtöl á þeim stöðum og flutt lögin okkar í beinni, eða tekið skemmtilegar ábreiður, einnig hafa lögin okkar fengið spilun á þessum útvarpsrásum.
Við höfum spilað á ýmsum tónlistarhátíðum eins og Gærunni, Menningarnótt, Ljósanótt og Off venue Airwaves.
Við höfum haldið marga tónleika hér og þar um Reykjavík, spilað í afmælum, árshátíðum og brúðkaupum og tekið þátt í örðum tækifærisdögum á höfuðborgarsvæðinu eins og 17. júní, Jólaþorpið í Hafnarfirði, páskagleði, sumarhátíðar ofl. (við komum m.a. fram á 17.júní í Hörpunni, sem var klárlega eitt af markmiðum okkar).
Við erum með tónleikarröð sem heitir Estrogen (yfirleitt haldin á Gauknum) þá fáum við til liðs með okkur fjölbreyttar tónlisarkonur til að koma fram á sama kvöldi. Þessa tónleika reynum við að halda einu sinni í mánuði.
Við höfum tekið þátt í Reykjavík Kabarett, þar sem við fluttum tvö af okkar frábæru lögum með leikrænum tilburðum.
Við fórum í eldheitt samstarf við Love Gúru og tókum þátt í sumarsmelli ársins 2016 "Jackið" með þessu gula kyntrölli.
Við komum fram í elegant klæðnaði, vopnaðar gítar og söng. Við eigum hljóðkerfi sem við getum komið með á staðinn, en ef það er hljóðkerfi á staðnum þá er voða huggulegt að fá afnot af því.
Við erum frábært dúó og vekjum við athygli hvar sem við komum fram með okkar frumlegu, fallegu og fyndnu tónlist og fræðum við landsmenn um málefni sem "skipta máli".